Matvælafyrirtækið Bakkavör Group greindi frá því í dag félagið hefur ákveðið að fækka starfsfólki í Bretlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

?Þetta er hluti af aðgerðum til að samþætta og hagræða í rekstri Bakkavör Group eftir yfirtöku félagsins á Geest Ltd. fyrr á þessu ári. Um er að ræða 100 starfsmenn á skrifstofu félagsins í Lincolnshire í Bretlandi en jafnframt er unnið að hagræðingu í verksmiðjum félagsins," segir í tilkynningunni.

Samtals starfa um 14 þúsund manns hjá félaginu og segir í tilkynningunni að aðalmarkmið aðgerðanna sé að auka skilvirkni og bæta arðsemi félagsins enn frekar.