Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,66% þegar markaðurinn hefur verið opinn í 13 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6,7 milljöðrum króna í 160 viðskiptum. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 3,3% og lauk deginum í 5.469 stigum.

Hlutabréf hækkuðu á Wall Street í nótt, er fjárfestar sáu tækifæri eftir lækkanir, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar, og orkar það vel á íslenska markaðinn, sem er næmur fyrir hreyfingum á erlendum mörkuðum.

Stærstu einstöku viðskipti dagsins eru 1,1 milljarða króna viðskipti með bréf FL Group á genginu 12,3. Jafnframt voru tvo stór viðskipti með bréf Kaupþings á genginu 770, annað fyrir milljarð og hitt fyrir níu hundruð milljónir króna.

Bakkavör Group [ BAKK ] hefur hækkað um 6,24%, Föroya banki [ FO-BANK ] hefur hækkað um 6,21%, Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 4,04%, FL Group [ FL ] hefur hækkað um 3,88% og Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 3,38%.

Ekkert félög hefur lækkað það sem af er degi.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,33% og er 121,9 stig.