Bakkavör Group tekur við stjórnartaumunum í Geest Plc í dag samkvæmt tilboði sem gert var í allt hlutafé Geest Plc þann 8. mars sl. og hluthafar samþykktu þann 20. apríl sl. Geest Plc verður afskráð af London Stock Exchange þann 16. maí nk. og greiðsla til hluthafa fer fram þann 27. maí nk.

Bakkavör Group er nú stærsta matvælafyrirtæki í Bretlandi á sviði tilbúinnar kældrar matvöru og hefur leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði. Félagið rekur yfir 40 verksmiðjur í fimm löndum með um 13 þúsund starfsmenn og framleiðir um 4500 vörur í yfir 16 vöruflokkum undir merkjum stórmarkaða. Samanlögð velta Bakkavör Group og Geest árið 2004 var 995 milljónir punda (115 milljarðar króna) og samanlögð EBITDA var 99,4 milljónir punda (12 milljarðar króna).

Bakkavör Group er jafnframt stærsti einstaki birgir fyrir stórmarkaði í Bretlandi fyrir tilbúnar kældar matvörur.

Stjórnendur Bakkavör Group hafa lagt ríka áherslu á það í samningsferlinu að semja við helstu stjórnendur um áframhaldandi störf og verður framkvæmdastjórn Geest óbreytt

Eftir kaup Bakkavör Group á félaginu. Ný stjórn Geest var kjörin í dag. Barclays banki og KB banki lána samtals 575 milljónir punda til kaupanna. Þar af fjármagnar Barclays 500 milljónir punda (58 milljarða króna) en það er stærsta einstaka lánveiting banka til íslensks fyrirtækis. Heildarverðmæti kaupanna er 694 millljónir punda (81 milljarðar króna).