Bakkavör hefur nú innleyst 104 milljónir punda af reikningi félagsins hjá Nýja Kaupþingi banka en upphafleg fjárhæð nam 150 milljónum punda. Þessir fjármunir nýtast einkum til greiðslu af 700 milljóna punda sambankaláni félagsins segir í tilkynningu félagsins. Samkvæmt samkomulagi við Nýja Kauþþing banka mun innstæðan fást leyst út að fullu um miðjan apríl. Í tilkynningu kemur fram að viðræður við skuldabréfaeigendur, aðila að 700 milljón punda sambankaláni félagsins og aðra skammtímalánveitendur halda áfram og er stjórnin þess fullviss að félagið njóti áfram stuðnings þeirra. Nánari skil verða gerð á stöðu ofangreindra mála við birtingu ársuppgjörs félagsins í mars.