Bakkavör Group hefur keypt breskan eftirréttaframleiðanda, Rye Valley Patisserie, og þar með styrkt stöðu sína enn frekar á sviði kældra eftirrétta í Bretlandi, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Rye Valley Patisserie var dótturfélag Kerry Foods Limited, sem er hluti af Kerry Group PLC. Kaupverðið, sem er trúnaðarmál, hefur greitt að fullu og er fjármagnað úr sjóðum félagsins. Kaupin munu hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins.

Rye Valley Patisserie sem er staðsett í Birmingham í Bretlandi sérhæfir sig í framleiðslu ferskra tilbúinna eftirrétta og er með um 250 starfsmenn í vinnu.

Starfsemi fyrirtækisins verður sameinuð núverandi eftirréttaframleiðslu Bakkavör Group sem samanstendur af Laurens Patisseries og Isleport Foods.