*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 14. maí 2013 15:10

Bakkavör lokar í Kanada

Tap hefur verið á rekstri Bakkavarar í Kanada. Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á matvælum þar.

Ritstjórn
Ágúst Guðmundsson er forstjóri Bakkavarar.
Haraldur Jónasson

Bakkavör ætlar að loka verksmiðju fyrirtækisins í Kanada. Rekstur Bakkavarar Foods í Coburg í Kanada hefur hefur skilað tapi og var ráðist í endurmat á honum sem leiddi til þess að ákveðið hefur verið að hætta starfsemi þar í landi. Bakkavör hóf framleiðslu á matvælum í Kanada í apríl árið 2011. 

Fram kemur á vef Bakkavarar að unnið sé að því að loka verksmiðjunni. Ekki er gert ráð fyrir því að ákvörðunin muni hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirækisins Two Chefs on a Roll, sem sömuleiðis er í eigu Bakkavarar.