Bakkavör Group hefur lokað skiptasamningi vegna alls hlutarins sem félagið hafði yfir að ráða í írska samlokuframleiðandanum Greencore Group, alls 10,9%, á genginu 1,3 evrum.

Fjármögnun dregin til baka vegna umróts á fjármálamörkuðum

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör þar sem eftirfarandi ummæli eru höfð eftir Ágústi Guðmundssyni forstjóra: „Af völdum mikils umróts og sveiflna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var fjármögnun vegna skiptasamningsins dregin til baka sem gerði það að verkum að Bakkavör þurfti að loka samningnum. Fjármögnun samningsins var óháð annarri fjármögnun félagsins og lokun hans er því ekki á nokkurn hátt tengd fjárhagsstöðu félagsins. Rekstur félagsins er traustur og sjóðstreymi gott. Stefna okkar er óbreytt og við höfum áfram fulla trú á markaðnum fyrir fersk tilbúin matvæli.”