Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar segir í viðtali við Financial Times í dag að að félagið hafi hingað til ekki óttast það að kaupa sér stærri félög.

Félagið hafi áður aukið hlutafé sitt til að að kaupa önnur félög.

Breska blaðið Financial Times (FT) fjallar í dag um Bakkavör.

Ágúst segir í viðtalinu að hann hafi ávallt haft mikinn metnað fyrir félaginu. Því komi vöxtur þess honum ekki á óvart. Hann segir að Bakkavör, sem selur um 90% af vörum sínum í Bretlandi, sé eina ferskvöru matvælaframleiðandinn sem sé í raun og veru alþjóðlegur.

Í viðtalinu er fjallað um stöðu og þróun Bakkavarar en blaðið segir félagið hafa stækkað tífalt í Bretlandi á árunum 2004 – 2007.

Blaðið vitnar í nýlega kynningu Bakkavarar en þar birti félagið mynd af hnettinum ofan á gafli til merkis um að takmark félagsins væri að koma vörum sínum út um allan heim að sögn FT.

Aukin umsvif út um allan heim

Ágúst segir að neysluvenjur neytenda sé að breytast út um allan heim. Þannig muni neytendur sækja í auknu magni eftir fljótlegum og auðveldum réttum sem jafnframt eru ferskir og hollir.

„Við finnum fyrir mikilli eftirspurn út um allan heim eftir vörum okkar,“ segir Ágúst í viðtalinu og tekur aukin umsvif félagsins í Kína sem dæmi.

Í umfjöllun FT kemur fram að reiknað er með að Bakkavör muni selja vörur í Bretlandi fyrir um 2 milljarða punda árið 2012. Hins vegar verði breski markaðurinn aðeins telja til helmings umsvifa félagsins.

Þá kemur fram að Bandaríkjamarkaður muni telja til um 20% umsvifa Bakkavarar árið 2012 en félagið hóf starfssemi þar á þessu ári. Að lokum er greint frá því að Asíumarkaður (sem í dag telur um 1% umsvifa Bakkavarar) muni telja til um 10% umsvifa þess árið 2012.

Exista mun ekki minnka hlut sinn í Bakkavör

FT rifjar upp tengst Bakkavarabræðra við Exista, en samkvæmt blaðinu á eiga þeir 45% hlut í Exista sem síðan á tæp 40% hlut í Bakkavör. Haft er eftir Ágústi, að Exista myndi frekar selja aðra starfssemi sína en að þynna út hlut sinn í Bakkavör.

Hér má nálgast viðtalið á vef Financial Times. (ath. síðan er læst öðrum en áskrifendum FT)