Bakkavör er sagt hyggjast skrá sig á markað í Bretlandi seinna á árinu samkvæmt frétt Sunday Times , en bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru stærstu eigendur fyrirtækisins, sem selur tilbúna rétti í verslanir M&S, Waitrose, Costa Coffee og Sainsbury í Bretlandi.

Samkvæmt fréttinni er fyrirtækið í hópi fyrirtækja undir leiðsögn Rothschild bankans sem hyggjast skrá sig á markaðinn í London. Um væri að ræða hlutafjárútboð að andvirði milljóna punda.

Vísar fréttin í það að hagnaður fyrirtækisins árið 2015 hafi verið 57 milljón pund með tekjur sem nema 1,7 milljarðar punda, eða sem nemur 236 milljörðum íslenska króna.

Talsmaður Bakkavarar hefur þó neitað að tjá sig um fréttir þessa efnis