Bakkavör hefur endanlega gengið frá sölu á frönskum og spænskum dótturfyrirtækjum sínum, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Um er að ræða fyrirtækin Cinquième Saison Saint-Pol SAS, Cinquième Saison Mâcon SAS, Bakkavor France SAS, Crudi SAS og Sogesol SA.

Kaupandinn er franskt samlagsfélag, Société Cooperative Agricole et Agro-alimentaire Agrial og kaupverðið nemur 33 milljónum evra, andvirði um 5,1 milljarð króna. Franska félagið greiðir fyrir fyrirtækin í reiðufé.