Bakkavör hefur selt matvælafyrirtæki sitt Spring Valley Foods í Suður-Afríku. Kaupandinn er þarlent matvælafyrirtæki, In2food Group. Spring Valley Foods framleiðir tilbúin matvæli. Fyrirtækið var áður í eigu breska framleiðslufyrirtækisins Geest sem Bakkavör keypti árið 2005.

Bakkavör hefur selt nokkrar eignir upp á síðkastið, s.s. í Kína, Tékklandi , Frakklandi og Spáni . Þá var ákveðið um mitt síðasta ár að loka verksmiðju í Kanada .

Í tilkynningu á vef Bakkavarar er haft eftir Ágúst Guðmundssyni, forstjóra fyrirtækisins, að salan endurspegli breyttar áherslur og ætli félagið að einbeita sér að kjarnamörkuðum.