Bakkavör [ BAKK ] tapaði 13 milljónum punda á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 9,9 milljóna punda hagnað á sama tímabili í fyrra. Munar þar mestu um að félagið hefur gert skiptasamning (e. Contract of Difference) um 22.028.795 hluti í Greencore Group PLC sem samsvarar 10,9% af útgefnu hlutafé félagsins, en vegna hans færast 15,8 milljónir punda til gjalda.

Rekstrarhagnaður var 16 milljónir punda, en velta félagsins jókst um 8% og var  377 milljónir punda.

Í tilkynningu frá félaginu segir að góð sala hafi verið á meginlandi Evrópu eða um 36,6 milljónir punda, sem er 9% söluaukning. Þá var söluaukning í Asíu 28%.

EBITDA hagnaður félagsins var 26,3 milljónir punda sem er 25% lækkun milli ára.

Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti er 6,4 milljónir punda.