Bakkavör Group hf. seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða króna að nafnverði. Í tilkynningu frá félaginu segir að tilgangurinn hafi verið að afla fjármuna til frekari uppbyggingar á kjarnamörkuðum Bakkavör Group og styðja þannig við arðbæran vöxt félagsins. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði og eru skráð í Kauphöll Íslands.

Gert er ráð fyrir að fyrirtækið sé með þessu að fjármagna frekari kaup á hlutum í Geest en Bakkavör á yfir 20% í félaginu.