Facebook-rafmyntin Libra er ógn við alþjóðlega fjármálakerfið, að mati höfunda skýrslu, sem unnin var fyrir G7-ríkin, sjö stærstu þjóðríkja heims. og var birt í dag. Tilteknar eru sérstaklega níu mögulegar hættur sem rafmynt á borð við Libra hafi í för með sér fyrir fjármálakerfi heimsins..

BBC greinir frá þessu og segir skýrsluna vera mikið högg fyrir Facebook sem unnið hafi rafmyntinni um nokkurt skeið. Samkvæmt skýrslunni er ekki víst að hægt verði að tryggja öryggi myntarinnar jafnvel þótt Facebook komi til móts við allar þær áhyggjur sem drepið er á í skýrslunni.

G7 ríkin telja að engin rafmynt (e. stablecoin) eigi að líta dagsins ljós fyrr en búið sé að koma til móts við öll þau atriði sem varði kerfisáhættu, lagaumhverfi, regluverk og eftirlit. Því er svo bætt við að þrátt fyrir að öll þessi atriði liggi fyrir sé ekki þar með sagt að myntin fá grænt ljós frá eftirlitsaðilum.

Þetta er ekki fyrsta bakslagið í segl rafmyntaáforma Facebook. Áður höfðu stór greiðslumiðlunarfélög á borð við Mastercard, Visa, eBay og Paypal til dæmis dregið stuðning sinn við verkefnið til baka.

Facebook hefur ekki tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar í dag. Fyrr í þessum mánuði var þó ekki neinn bilbug að finna í máli David Marcus, sem er framkvæmdastjóri Libra-verkefnisin hjá Facebook. David sagði það frelsandi fyrir verkefnið að stóru greiðslumiðlunarfélöginn hafi dregið stuðning sinn til baka. Þegar andstaða ráðandi afla gegn verkefninu sé orðin jafnmikill og raun ber vitni sé það í aðra röndina staðfesting á að því að verkefnið sé á réttri braut.