Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, er byrjaður að aflána tveggja ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í febrúar. Dóminn hlaut Baldur vegna innherjasvika þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 190 milljónir króna um miðjan september 2008, örfáum dögum áður en skilanefndir á vegum Fjármálaeftirlitsins tóku yfir rekstur gömlu bankanna og virði hlutafjár í þeim varð að engu. Hann hafði á sama tíma setið í samráðshópi um fjármálastöðugleika.

Bæði Vísir og DV segja Baldur hafa sjálfan óskað eftir því að hefja afplánun og hafi hann setið síðastliðna tvo daga í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Eftir það verði hann annað hvort færður á Kvíabryggju eða Bitru.

Baldur kærði dóm Hæstaréttar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.