Afplánun Baldurs Guðlaugssonar hefst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, þá tekur Litla-Hraun við en síðan mögulega Kvíabryggja eða Sogn. Fangelsismálastofnun gefur ekki upp hvernig mál einstakra einstaklinga eru afgreidd. Leiðin sem hér er lýst er hefðbundin leið einstaklings sem hefur verið dæmdur fyrir svipað mál og Baldur.

Það er algjörlega óljóst hvenær Baldur mun stíga inn fyrir þröskuldinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg jafnvel þótt hann muni sjálfur óskar eftir því að fá að hefja afplánun tveggja ára dóms síns sem fyrst.

Baldur var dæmdur sekur um brot á innherjaviðskiptum þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 190 milljónir króna þremur vikum áður en bankinn fór á hliðina.

Um 150 fangelsisrými eru í íslenskum fangelsum og er hvert þeirra setið. Á sama tíma bíða 300 manns við dyrnar.

Nánar er fjallað um Baldur Guðlaugsson í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Sigurður Einarsson, Hreiðar Már og ákærunar í Kaupþingsmálinu
  • Hvernig ganga skil á ársreikningum?
  • Dýrara fyrir fyrirtæki að kaupa gjaldeyri
  • Bankarnir vinna saman að því að leysa gengislánamálið
  • Annað hvort þarf að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði eða skerða réttindi
  • Allt virðist pikkfast í stóriðjumálum
  • Baltasar Kormákur á útopnu í ítarlegu viðtali um Contraband og íslenskt bíó
  • Allt um Óskarsverðlaunin
  • Hvað veldur veikingu krónunnar?
  • Minningarorð um Jónas H. Haralz
  • Allt um Karl Axelsson, verjanda Baldurs Guðlaugssonar
  • Allt um stangveiðina í Skotlandi og vínin í Burgundy
  • Ólafur Darri stofnar Þingmanninn utan um bíómynd
  • Fáir Íslendingar ferðast til Grænlands
  • Óðinn fjallar um valkostina í lífeyrismálum
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr sem fjallar um myntkörfulán fréttamanna
  • Myndasíður, umræður og pistlar og margt, margt fleira...