Baldur Guðlaugsson var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Söluandvirði hlutabréfanna verður gert upptækt. Baldur mætti ekki við dómsuppsögu sem var klukkan 11.15 í dag.

Baldur var ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi en hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. september 2008 fyrir 192 milljónir króna. Ákæran tók einnig til brota í opinberu starfi. Baldur var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat í samráðshópi íslenskra stjórnvalda um fjármálastöðugleika.