*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 2. mars 2011 11:44

Úr dómsal: Baldur Guðlaugsson neitar staðfastlega sök

Baldur sagðist ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann bar vitni í morgun. Málareksturinn byggir á fundagerðum Tryggva Pálssonar.

Ritstjórn
Baldur í dómssal í dag.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Baldur Guðlaugsson hefur við aðalmeðferð í máli gegn honum staðfastlega neitað því að hafa búið yfir innherjaupplýsingum er hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 17. og 18. september 2008. Skýrslutaka yfir Baldri fór fram í morgun. Baldur hefur verið ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi er hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. september 2008 fyrir 192 milljónir króna.

Baldur vitnaði til þess að augljóst hefði verið, meðal annars á umfjöllun erlendra fjölmiðla að dæma, að tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi hefði aldrei haft bolmagn til þess að tryggja innstæður íslensku bankanna. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði Bladur meðal annars hvernig hann gæti skilið á milli upplýsinga sem hann hefði búið yfir sem einstaklingur og síðan sem maður sem ætti sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika.

Baldur svaraði því til að hann hefði ekki búið yfir innherjaupplýsingum, enda engar upplýsingar legið fyrir um það.

Málareksturinn gegn Baldri er byggður á fundargerðum Tryggva Pálssonar, forstöðumanns fjármálasviðs Seðlabankans, sem sat í samráðshópnum og ritaði fundargerðir hans. Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, geymdi fundargerðirnar inni í læstum skáp þar sem hún taldi þær viðkvæmar og vera trúnaðargögn. Þetta kom fram í máli Jónínu fyrir dómi í morgun. 

Stikkorð: Baldur Guðlaugsson