Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fær leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu um óvissan tíma. Verið er að ganga frá því hvernig lausn hans frá störfum verður háttað.

Þetta kemur fram á vef Smugunnar, vefriti Vinstri grænna.

Þar kemur fram að Baldur hefur setið undir harðri gagnrýni úti í þjóðfélaginu, fyrir að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum  rétt fyrir bankahrunið í október.

„Brottför Baldurs úr starfi er í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem því var lofað að skipta út yfirstjórn ráðuneyta þar sem þurfa þætti,“ segir á vef Smugunnar en búist er við að nýr maður verði bráðlega ráðinn í stöðuna.

Ekki hefur borist tilkynning frá fjármálaráðuneytinu um málefni ráðuneytisstjórans.