Baldur Guðnason segir það hafa verið alfarið sína ákvörðun að hætta hjá Eimskipafélaginu.

Hann segir afskrift Innovite ekki hafa verið orsök starfsloka sinna, og að samskipti hans við stjórn og lykilhluthafa félagsins hafi verið með ágætum hætti.

„Í raun var það mín ákvörðun að hætta," segir Baldur.

„Ég sá ekki fyrir að losa skuldbindingar sem tengdust flughlutanum. Ég vildi ekki axla ábyrgð á því og ákvað því að segja skilið við félagið."

Baldur segir viðskilnað hans við lykilhluthafa og stjórn félagsins hafa farið vel fram og að ekkert hafi verið athugavert við hann.

„Engir samskiptaörðugleikar voru fyrir hendi. Sú stefna sem félagið vann eftir undir minni stjórn var í fullri sátt við stjórn og hluthafa félagsins."

______________________________________

Ítarlegar er rætt við Baldur Guðnason í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .