Félagið Eyfirðingur ehf. sem er í eigu Baldurs Guðnasonar, forstjóra Hf. Eimskipafélagi Íslands, hefur gengið frá kaupum á 67.567.568 hlutum í félaginu á genginu 37,76 krónur á hlut. Kaupverðið nemur því ríflega 2,5 milljarði króna.

Ennfremur á Baldur kauprétt að 9.000.000 hlutum.

Kaupin eru sölutryggð af Hf. Eimskipafélagi Íslands til þriggja ára frá viðskiptum, eða til 24.4.2010 á genginu 37,76 og má innleysa þann rétt allt tímabilið. Einnig hefur Hf. Eimskipafélag Íslands gengið frá samningi við Baldur um að hann starfi hjá félaginu næstu þrjú árin. Með þessu er verið að samtvinna enn frekar hagsmuni Baldurs og hluthafa félagsins segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.