Baldur Snorrason hefur verið ráðinn sjóðsstjóri hjá lífeyrissjóðnum Festu. Hann tekur við starfinu í byrjun október.

Frá árinu 2007 starfaði Baldur í eigin viðskiptum hjá Saga Capital og í framhaldinu sem forstöðumaður markaðsviðskipta, en hann starfar nú sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Íslenskum verðbréfum.

Baldur er með BS gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Copenhagen Business School.