Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Baldurs Helga Benjamínssonar sem framkvæmdastjóra hjá LK frá og með næstu áramótum, en þá mun Snorri Sigurðsson láta af störfum. Baldur Helgi hefur starfað sem nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands frá nóvember 2002 og hefur einnig gegnt starfi ráðunautar hjá Búgarði á Akureyri frá sama tíma.

Auk þess hefur hann sinnt bústörfum á Ytri-Tjörnum. Baldur Helgi er fæddur 25. desember árið 1973 á Akureyri. Hann er uppalinn á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit og býr þar. Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1994, búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1996, búfræðikandídatsprófi frá sama skóla 1999 og mastersprófi í búfjárrækt frá Den Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole í Kaupmannahöfn árið 2002.