*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 15. nóvember 2019 10:10

Baldur Stefáns kaupir fyrir 41 milljón

Framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku kaupir hluti í bankanum sem hann gæti selt strax með 30 milljóna söluhagnaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Baldur Stefánsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku banka hefur nýtt sér áskriftarréttindi að bréfum í bankanum og keypt 6,5 milljón hluti. Fær hann bréfin á genginu 6,25 eða samanlagt 40,6 milljónir króna, en gengi þeirra við opnun markaða í dag er á 10,91 krónu, svo heildarverðmæti bréfanna er 70,9 milljónir króna.

Ef hann myndi selja bréfin strax væri hagnaðurinn af því 30,3 milljónir króna, miðað við þetta gengi. Auk þessa á Baldur áskriftarréttindi að 13 milljón hlutum í bankanum til viðbótar. Viðskiptablaðið ræddi við Baldur þegar hann gekk til liðs við Beringer Finance á Íslandi í byrjun árs 2017, en um miðjan september sama ár eignaðist Kvika fyrirtækjaráðgjöf Beringer á Íslandi.

Þar ræddi Baldur meðal annars um aðkomuna að stjórnmálum sem batt enda á háskólanámið, og svo upp úr því stofnun framleiðslufyrirtækis sem varð grunnurinn að tónlistarsúpergrúppunni GusGus sem hann stýrði fyrstu árin, og stofnun Iceland Airwaves.