Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London. Hann fer einnig með stjórn á öllum sjóðsstreymislánum (e. structured lending) hjá samstæðunni innan fyrirtækjasviðs að því er kemur fram í tilkynningu bankans. Baldvin tekur við af Lárus Welding sem er að taka við forstjórastóli hjá Glitni.


Í starfi sínu á fyrirtækjasviði Landsbankans hefur Baldvin haft umsjón með viðskiptum við stærstu viðskiptavini bankans í Reykjavík, bæði íslenska og alþjóðlega. Hann hefur einnig haft umsjón með sjóðsstreymislánum bankans. Baldvin gekk til liðs við Landsbankann árið 2003 en starfaði áður á fyrirtækjasviði Búnaðarbankans þar sem hann bar ábyrgð á lánamálum stærstu viðskiptavina bankans.