Bandaríska kaupsýslukonan Michele Ballarin virðist síður en svo hafa gefist upp á því að stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air þrátt fyrir að skiptastjórar WOW air hafi rift kaupsamningi  við félag á hennar vegum um kaup á eignum úr þrotabúi WOW í lok júlí. Samkvæmt frétt Túrista vinnur hún enn að stofnun nýs félags og er nú stödd á landinu til að funda með stjórnendum íslenskri ferðaþjónustu og viðskiptalífi.

Samkvæmt frétt Túrista eru helsti samstarfsmaður Ballarin sem fyrr lögmaður Páll Ágúst Ólafsson en þá hefur almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson einnig bæst í hópinn en hann staðfesti við Túrista að hann ynni með Ballarin. Gunnar hefur meðal annars starfað fyrir Ólaf Ragnar Grímsson auk þess sem hann starfaði sem ráðgjafi fyrir Kaupþing auk Hannesar Smárasonar.