Steve Ballmer mun nú flytja sig í hornskrifstofuna sem losnar við brotthvarf Bill Gates frá félaginu. Ballmer hefur starfað sem forstjóri félagsins frá árinu 2000. Ballmer er jafnframt næststærsti hluthafi félagsins með 4,3% hlut, sem metinn er á milljarða dollara.

Ballmer hefur nú starfað hjá Microsoft í nærri þrjá áratugi. Bill Gates sannfærði Ballmer sínum tíma í að hætta í viðskiptanámi sínu í Stanford til að gerast fjármálastjóri Microsoft.

Ballmer hefur getið sér orð fyrir sérstæðan persónuleika og stjórnunarstíl. Stílnum hefur verið lýst sem „ógnvekjandi“, en Ballmer er þó alltaf sagður tilbúinn að hlusta á viðskiptavini sína og sníða lausnir Microsoft að þörfum þeirra.