Kvikmyndin Everest, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, fær eina milljón bandaríkjadala, eða um 120 milljónir króna, í framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóð Suður-Týról. Í myndinni leika Jake Gyllenhaal og Jason Clarke, auk fleiri.

Myndin fjallar um Scott Fisher og Rob Hall, sem lentu í ofsaveðri þegar þeir voru að reyna að klífa Everest. Fjöldi fólks lét lífið í leiðangrinum. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air. Það er Working Title, sem framleiðir myndina. Það er sama framleiðslufyrirtæki og framleiddi Contraband.

Myndin verður að stórum hluta tekin upp í ölpunum í Suður-Týról.

Vefurinn Hollywood Reporter greindi frá.