Framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, mun gera sjónvarpsþáttaröð eftir íslenska tölvuleiknum Eve Online í samstarfi við framleiðslufyrirtæki Ridley Scott. Greint er frá þessu á vef Variety .

Baltasar keypti kvikmyndaréttinn að tölvuleiknum fyrir tveimur árum síðan, en áskrifendur hans eru í dag 400 þúsund talsins. Variety greinir frá því að viðræður standi nú yfir við fjárfesta um gerð „pilot“ þáttar.

Nýjasta kvikmynd Baltasars, Everest, verður frumsýnd í kvöld, en hún er opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Myndin verður frumsýnd 18. september hér á landi.