*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 18. desember 2014 15:08

Bananar hagnast um 966 milljónir

Eigið fé Banana ehf., dótturfélags Haga, var 1.175 milljónir króna um síðustu áramót.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bananar ehf, sem annars dreifingu og sölu á ferskum ávöxtum og grænmeti og er í eigu Haga, hagnaðist um 966 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Rekstrarárið er frá 1. mars til 28. febrúar. Árið á undan nam hagnaðurinn tæpum 927 milljónum króna. Eignir félagsins námu rúmum tveimur milljörðum króna, eða 2.102 milljónum tæplega.

Skuldir námu 926 milljónum króna. Eigið fé í lok febrúar nam 1.175 milljónum króna en rekstrarárið á undan var það 1.209 milljónir. Handbært fé í árslok nam rúmum þremur milljörðum króna og jókst mikið milli rekstrarára, eða um rúma 2,3 milljarða. Kjartan Már Friðsteinsson er framkvæmdastjóri Banana en Finnur Árnason er forstjóri Haga.

Stikkorð: Hagar Bananar Ársreikningur