Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag, en tíðindi af miklum uppsögnum hjá Citigroup og metsamdráttur í iðnframleiðslu juku enn á svartsýni fjárfesta og væntingar þess efnis að langvinnur samdráttur væri í vændum. Bloomberg segir frá þessu í kvöld.

Dow Jones lækkaði um 2,6%, S&P 500 um 2,6% og Nasdaq um 2,3%.

Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna sem hefur meðal annars starfsemi á Íslandi, lækkaði um 11% eftir að UBS breytti horfum í neikvæðar hjá fyrirtækinu.