Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði. Flugfélög hafa aldrei hækkað jafn mikið á einum degi og þau gerðu í dag vegna lækkunar olíuverðs. Áætlanir Wachovia bankans um að lækka rekstrarkostnað um 2 milljarða dala ollu hækkun banka.

Amex flugfélagavísitalan hækkaði um 27% og hefur ekki hækkað meira á einum degi frá því hún kom til sögunnar árið 1992.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,1%. Dow Jones hækkaði um 1,2% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,4%.

Olíuverð lækkaði eins og fyrr sagði, um 2,4% og kostar olíutunnan nú rétt tæpa 128 Bandaríkjadali.