Umferðarráðuneytið í Bandaríkjunum hefur lagt til farið verið að tillögu þjóðvegaöryggisstofnunarinnar um að bakkmyndavél eða sambærilegur öryggisbúnaður verði komin í alla smábíla árið 2014. Talið er að 228 börn undir 5 ára aldri og gamalmenni yfir 77 ára aldri látist árlega í Bandaríkjunum vegna þess að bakkað sé yfir þau. „Þessar breytingar sem við erum nú að leggja til munu hjálpa ökumönnum að sjá inn í blind svæði fyrir aftan bílana og auka þannig öryggið þegar bakkað er," segir Ray LaHood skrifstofustjóri umferðaráðuneytisins í samtali við The Detroit News.