Bensínverð í Bandaríkjunum lækkaði í dag, níunda daginn í röð. Meðalverð lækkaði um 0,3 sent og stóð í 1,627 dollurum gallonið hið lægsta síðan í febrúar 2004, samkvæmt CNN.

Verð á bensíni hefur nú lækkað um 60% frá því að það sló met í 4,114 dollurum þann 17. júlí.

Hæsta verðið í dag var í Alaska og var 2,52 dollarar og það lægsta 1,44 dollarar í Missouri.