Bandaríski rafmagnstækjasalinn Best Buy hyggst nú setja upp sjálfssala á helstu flugvöllum í Bandaríkjunum undir nafninu Best Buy Express að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Best Buy er stærsti rafmagntækjasalinn í Bandríkjunum en keðjan mun í samstarfi við ZoomSystems, sem framleiðir sjálfssala setja upp slíkar vélar á flugvöllum í Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Las Vegas, Los Angeles, Minneapolis og San Francisco.

Meðal þeirra hluta sem hægt verður að kaupa í sjálfssölunum eru farsímar, aukahlutir á tölvur, stafrænar myndavélar, minniskubbar, heyrnatól og hleðslutæki. Þá segir að vöruúrvalið muni ráðast af eftirspurn í tilkynningu frá félaginu en þetta kemur fram á fréttavef Reuters.