Hvíta húsið og leiðtogar Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um björgunarpakka fyrir stóru bandarísku bílaframleiðendurna, GM, Chrysler og Ford. WSJ segir að vonir séu bundnar við milljarða dala aðstoð.

Gert er ráð fyrir stórum lánum til bílarisanna, sem verið hafa á brauðfótum um nokkra hríð og stefndu jafnvel í þrot fyrir jól, gegn því að ríkið eignist mögulega stóran hlut í fyrirtækjunum og taki beinan þátt í endurskipulagningu bílaiðnaðarins. Þetta yrðu mestu inngrip ríkisins í atvinnugrein í Bandaríkjunum í áratugi, að sögn WSJ. Mögulegt er talið að greidd verði atkvæði um löggjöf vegna málsins þegar í dag.