Bílasala dróst saman um 32% í Bandaríkjunum í október og munar þar helst um 45% samdrátt í sölu bifreiða General Motors, stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en þar er jafnframt haft eftir greiningaraðilum að lítil von er um bata í bílaiðnaðinum á næstu misserum sökum efnahagskrísunnar.

Þá hefur bílasala ekki verið jafn lítil í rúm 25 ár eða frá því í febrúar árið 1983.