Lítil hreyfing var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Nokkrar verðlækkanir urðu þegar slæm tíðindi af vinnumarkaði bárust. Að sama skapi bárust afkomuspár fyrir Intel og Alcoa sem gáfu litla ástæðu til bjartsýni fyrir fjárfesta.

Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,3%, S&P-500 hækkaði um 0,3% og Nasdaq hækkaði um 1,1%,  í viðskiptum dagsins.

Mikil hækkunarhrina hefur verið að undanförnu á Bandaríkjamarkaði. S&P 500 hafði þannig við lokun markaða í gær hækkað um 8% á innan við tveimur vikum.