Við lok markaðar var Dow Jones vísitalan í fyrsta skipti yfir 12.000 stiga markinu, eða í 12.011,73 og hafði hækkað um 0,2%.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 2340,94.

S&P 500 hækkaði um 0,1% í 1366,96.

Viðskipti dagsins voru reikul, en vísbendingar um ríkisstjórn Bandaríkjanna gætu átt í erfiðleikum að stýra efnahagnum til mjúkrar lendingar. Fyrirtæki í tæknigeiranum ollu einnig vonbrigðum, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar segja vafasamt að leggja of mikla merkingu í að Dow Jones vísitalan hafi náð 12.000 stiga markinu, það sé bara eins og hver önnur tala.

Coca-Cola hækkaði um 2,2%, en sala fyrirtækisins jókst um 14% á þriðja ársfjórðungi, en heimsmeistarakeppnin í fótbolta átti þar hlut í.

Bandaríkjadalurinn veiktist gagnvart jeninu og evrunni.