Landsframleiðsla í aðildarríkjum Efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD) jókst um 0,2% á öðrum ársfjórðungi en að sama skapi minnkaði hún úr 0,5% frá fyrsta fjórðungi.

Samkvæmt OECD þá var jókst landsframleiðsla í Bandaríkjunum um 0,5% á tímabilinu og jókst hún frá fyrsta fjórðungi.

Hinsvegar minnkaði hún um 0,6% í Japan og um er að ræða mesta samdrátt frá því í á þriðja fjórðungi ársins 2001.

Einnig var markverður samdráttur á evrusvæðinu en vöxturinn fór úr 0,7% á fyrsta fjórðungi niður í 0,2% á öðrum.

Mæling OECD virðist styrkja þá skoðun að eftir allt saman þá standi bandaríska hagkerfið sterkast af vígi miðað við þróuðustu hagkerfi heims í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu en landsframleiðsla jókst hvergi meira í aðildarríkjum OECD en Vestanhafs.