Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 0,3% í september og hefur nú ekki verið lægri í fjögur ár samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu.

Þetta kemur fram fréttavef Reuters.

Neysluútgjöld hafa nú ekki verið minni síðan í júní árið 2004 og er lækkun september mánaðar umfram það sem greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir að sögn Reuters.

Í gær var greint frá því að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefði verið neikvæður um 0,3% á þriðja ársfjórðungi.