Sérfræðingar á Wall Street gera ráð fyrir að engin aukning verði á tekjum fyrirtækja á fyrsta og öðrum ársfjórðungi þess árs.

Þetta kemur fram í könnum meðal fjármálasérfræðinga á vegum Reuters fréttastofunnar.

Þegar hefur verið gert ráð fyrir þessu í fyrri spám Reuters fyrir fyrsta ársfjórðung en væntingar fyrir annar ársfjórðung eru nú lækkaðar úr 1,1% niður í 0,9%.

Þó er gert ráð fyrir að fyrirtæki í Standard & Poor‘s 500 vísitölunni kunni mest að hækka um 0,4% á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir að tekjur fyrirtækja í S&P 500 vísitölunni hafi lækkað um 20,4% á fjórða ársfjórðung ársins 2007 en ekki hafa öll fyrirtæki skilað afkomu sinni. Ef fer sem horfir er það versta afkoma fyrirtækja í sex ár í vísitölunni.