Stjórn bandaríska flugfélagsins EOS Airlines óskaði eftir því um helgina að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt frétt Reuters er hækkandi eldsneytisverð og minni velta sagðar meginástæður erfiðleika félagsins.

EOS verður þar með fimmta bandaríska flugfélagið sem annað hvort lýsir yfir gjaldþroti eða hættir rekstri á innan við tveggja mánaða tímabili að sögn Reuters fréttastofunnar. Önnur flugfélög eru Aloha Airlines, Champion Air, ATA Airlines og Skybus Airlines.

Flugfélagið flaug sínar síðustu ferðir í gær og í nótt en í dag verður öllum starfsmönnum sagt upp störfum.