Í dag, 4. júlí fagna Bandaríkjamenn 240 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar með flugeldasýningum, grillum, skrúðgöngum og útiveislum um allt land. Markaðir eru jafnframt lokaðir þar í landi í dag.

Er áætlað að um 7,8 milljarðar Bandaríkjadölum sé eytt í mat fyrir daginn í dag. Er áætlað að um 155 milljón pylsum verði sporðrennt í dag og um 64,5% fólks fari í einhvers konar grill eða matarboð.

Er jafnframt talið að um 1,09 milljarður Bandaríkjadala verði eytt í flugelda, þar af af almennir borgarar eyði um 755 milljónum, en um 340 milljónum verði eytt í flugeldasýningar.

Stærsta flugeldasýningin verður flugeldasýning Macy´s verslunarinnar í New York borg, en fagnar þessi sýning sínu 40. afmæli í ár. Er búist við að um 3 milljónir manns muni horfa á sýninguna beint en um 15 milljónir sjái beina útsendingu. Munu um 40.000 flugeldaskot send upp í himininn frá sex prömmum á Hudson ánni.