Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,09% í 12127,88.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 0,5% í 2344,84.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,03% í 1377,38.

Lítil velta var í kauphöllum í Bandaríkjunum í gær, en beðið er eftir ákvörðun seðlabankans um stýrivaxtaákvörðun sem vænta má í dag. Flestir greiningaraðilar telja þó að stýrivextir verði óbreyttir, en aðrir að bankinn muni herða á peningamálastefnu sinni. Lítilleg hækkun Dow Jones vísitölunnar dugði þó til að setja nýtt met, en hún hefur aldrei verið hærri við lok markaðar.

Amazon.com hækkaði um 11% við lok markaðar, en hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi var meiri en greiningaraðilar höfðu spáð, og hafði sala netverslunarinnar aukist um 24% á fjórðungnum.

Olíufatið hækkaði um 54 sent og seldist á 59,35 Bandaríkjadali.