Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum voru rauðar í dag og má rekja það til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því Seðlabanki Bandaríkjanna muni ekki lækka stýrivexti á morgun.

Sérfræðingar orða stöðuna á markaðnum í dag sem "bíðum og sjáum til hvað gerist". Ólíklegt er að vaxtaákvörðunin muni kalla á sterk viðbrögð frá fjárfestum, hvað sem verður, hefur The Wall Street Journal eftir sérfræðingum.

Nasdaq lækkaði um 0,03% og er 2816,71 stig við lok markaðar, NYSE lækkaði um 0,89% og er 10164,97 stig og S&P 500 lækkaði um 0,65% 1531,02 stig.