Bandarískir fjárefstar er farnir að fjárfesta í æ ríkara mæli í fasteignum utan Bandaríkjanna samkvæmt fréttaskýringu í The New York Times. Eru þeir þar með sagðir vera farnir að hegða sér eins og kollegar þeirra í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Margir fjársterkir aðilar eru sagðir setja allt að 40% af fjármagni sínu í fjárfestingar utan áhrifasvæða dollars.

Fyrir þessu eru einkum tvær ástæður að sögn blaðsins. Í fyrsta lagi er það fjármálakreppan og of hægur efnahagsbati heimafyrir. Hinsvegar er það ótti við að eignir amerískra fjárfesta missi verðgildi sitt vegna veikingar dollarans og ósvissu á hlutabréfamarkaði.

Fram kemur að það séu ekki hlutabréf eða verðbréf sem freista bandarískra fjárfesta mest erlendis, heldur fasteignir á Indlandi, fjárfestingar í kínverskum og brasilískum  einkaframkvæmdum. Þá eru þeir reyndar líka sagðir hafa áhuga á áströlskum ríkisskuldabréfum og opni reikninga í myntum annarra þjóða.