Hlutabréfavísitölur vestanhafs hækkuðu í dag, en margir sérfræðingar lýstu yfir þeirri skoðun sinni að húsnæðislánveitendurnir Fannie Mae og Freddie Mac hefðu nægt fé til að halda sér gangandi út þetta ár.

Hækkandi olíuverð studdi við gengi olíufyrirtækja. Bloomberg segir frá þessu.

S&P 500 hækkaði um 0,4%, Dow Jones hækkaði um 0,2% og Nasdaq stóð nánast í stað.

Lítil viðskipti voru í kauphöllinni í New York í dag.Viðskipti í þessari viku hafa að meðaltali verið þrisvar sinnum minni en allt þetta ár.