Atvinnuleysisbótakröfum í Bandaríkjunum fækkað töluvert milli vikna og segir Reuters fréttastofan það koma nokkuð á óvart.

Samkvæmt tölum frá vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna voru 357 þúsund manns sem sóttust eftir atvinnuleysisbótum í þessari viku en voru 375 þúsund vikuna áður.

Greiningaraðilar á vegum Reuters höfðu þegar gert ráð fyrir að þeim myndi fækka um 3 þúsund og að 372 þúsund manns myndu sækjast eftir atvinnuleysisbótum.

Viðmælandi Reuters segir þessar tölur gefa til kynna að betur sér farið fyrir bandarísku efnahagslífi en á horfðist.

Hlutabréf hækka

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa hækkað það sem af er degi og eru fjölmiðlar og greiningaraðilar vestanhafs sammála um að það stafi af þessum fréttum.

Nasdaq hefur hækkað um 1,3% en Dow Jones og S&P 500 um 1,1%.