Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt um hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Ná hinar nýju viðskiptaþvinganir meðal annars til stærstu banka landsins og orkufyrirtækja. BBC News greinir frá þessu.

Þvinganirnar fela í sér að bandarísk fyrirtæki megi aðeins veita ákveðnum rússneskum fyrirtækjum skammtímafjármögnun. Er þeim til að mynda óheimilt að veita Sberbank, stærsta banka Rússland, lán til lengri tíma en 30 daga.

Þá munu þvinganirnar einnig snerta öryggisfyrirtækið Rostec og olíufyrirtæki Rússa.

Jacob Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir þvinganirnar koma til vegna hernaðaraðgerða Rússa í Úkraínu og Rússar myndu einangrast enn frekar pólitískt og efnahagslega.